Winamp Logo
Leðurblakan Cover
Leðurblakan Profile

Leðurblakan

Icelandic, Arts, 1 season, 18 episodes
About
Umsjón: Vilhelm Anton Jónsson.
Episode Artwork

18. Vitaverðirnir á Flannan eyjum

Flannan-eyjur eru örlítill eyjaklasi sem tilheyrir Ytri-Suðureyjum í Skotlandi - varla meira en sker og hólmar sem rísa upp úr Norður-Atlantshafi. Þar eru engir mannabústaðir og engin mannvirki að finna fyrir utan það að á einni eyjunni, þeirri stærstu, stendur viti. Í þessum vita gerðist dularfullur atburður í desembermánuði árið 1900. Í miklu illviðri slökknaði á vitanum og þrír vitaverðir hurfu sportlaust. Hrifsaði sjórinn mennina til sín - eða gerðist eitthvað ennþá verra á þessum afskekkta stað?
1/20/20200
Episode Artwork

17. Týnda borgin í Amazon

Árið 1925 lagði breski landkönnuðurinn Percy Fawcett af stað inn í Amazon-regnskóginn í Brasilíu í leit að rústum höfuðborgar horfinnar siðmenningar, sem hann kallaði týndu borgina Zetu. Þessarar borgar er einungis getið í einu gulnuðu handriti frá átjándu öld, en Fawcett var handviss um að hana væri að finna einhverstaðar djúpt inni í regnskógarþykkninu - og varð heltekinn af þeirri tilhugsun um að sjá borgina með eigin augum.
1/13/20200
Episode Artwork

16. Líkið í álminum

Vorkvöld eitt árið 1943 voru nokkrir táningspiltar á flækingi um skóg í nágrenni borgarinnar Birmingham í Bretlandi, í leit að fugslhreiðrum. En í stað hreiðra fundu þeir beinagrind ungrar konu, sem var falin inni í holum álmi í útjaðri skógarins. Nokkru síðar birtust svo torkennilegt veggjakrot í bæjum í nágrenni skógarins og ljóst einhver vissi meira um líkið í álminum en hann lét uppi. Rannsókn lögreglu stóð í áratugi, og komu þar við sögu nornir, njósnarar og kabarettsöngvarar.
1/6/20200
Episode Artwork

15. Dauðsfallið á Suðurskautslandinu

Það er varla nokkur staður á jörðinni afskekktari og einangraðri en Amundsen-Scott-rannsóknarstöðin á Suðurskautslandinu. Yfir heimskautaveturinn er þar stöðugt myrkur, stöðugt hvassviðri og svo mikið frost að enginn flugvél getur lent þar. Þeir vísindamenn sem þar dvelja yfir vetrartímann búa í því algerri einangrun og kolniðamyrkri mánuðum saman, og eiga sér engrar undankomu auðið. Það var eina slíka eilífa vetrarnótt sem dularfullt dauðsfall átti sér stað í Amundsen-Scott-rannsóknarstöðinni.
12/30/20190
Episode Artwork

14. Aleppó handritið

Eitt dýrmætasta fornhandrit Gyðingdómsins, sem talið er vera eitt fullkomnasta eintak af hebresku biblíunni sem til er, Aleppó-handritið, er geymt við stranga öryggisgæslu í neðanjarðarhvelfingu á þjóðminjasafni Ísraelsríkis í Jerúsalem. Handritið er kallað Aleppó-handritið því í meira en sex hundruð ár geymdu Gyðingar í sýrlensku borginni Aleppó handritið eins og sjáaldur augna sinna.
12/23/20190
Episode Artwork

13. Eitraða konan

Kvöld eitt árið 1994 veiktust tugir starfsmanna á bráðamóttöku sjúkrahúss í Kaliforníu, fengu heiftarleg flog og misstu meðvitund í hrönnum. Veikindi þeirra virtust tengjast komu ungrar krabbameinssjúkrar konu á bráðamóttökuna fyrr um kvöldið. Grunur lék á að einhverskonar dularfullar eiturgufur hafi lagt frá konunni, en enginn botn fékkst í málið fyrr en kjarnefnafræðingar voru fengnir til rannsóknar.
12/16/20190
Episode Artwork

12. Morðið við refaturninn

Á köldum vetrarmorgni í janúar 1937 fannst illa útleikið lík ungrar, evrópskrar stúlku í útjaðri gömlu Peking. Rannsókn lögreglu á dauða hennar bar lítinn árangur, enda voru flestir Pekingbúar frekar með hugann við yfirvofandi innrás Japana en dularfullan dauðdaga ungrar stúlku. En faðir hennar, fyrrverandi konsúll á áttræðisaldri, gafst ekki svo auðveldlega upp.
12/9/20190
Episode Artwork

11. Konan í Ísdalnum

Á fallegum vetrardegi 1970 rakst maður á göngu um Ísdalinn í nágrenni Bergen á illa brunnið lík konu í fjallshlíðinni. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að mánuðina fyrir andlát sitt hafði konan ferðast vítt og breitt um Noreg og Evrópu, en notast á ferðum sínum við ótal mismunandi fölsk nöfn og fölsuð skilríki.
12/2/20190
Episode Artwork

10. Skrímslið með 21 andlit

Leðurblakan fjallar um eitt furðulegasta sakamál í sögu Japans. Í sautján mánuði, árin 1984 og 1985, hélt dularfullur óvættur sem kallaði sig Skrímslin með 21 andlit japönsku samfélagi í heljargreipum. Skrímslið svokallaða herjaði á japanskar sælgætisgerðir og matvælafyrirtæki, rændi forstjórum þeirra og kveikti í verksmiðjum, og laumaði sælgætismolum með blásýru í búðir.
11/25/20190
Episode Artwork

9. Morðin í Hinterkaifeck

Í byrjun þriðja áratugarins, á miklum ólgutímum í Þýskalandi, fundust lík sex manna fjölskyldu á litlum bóndabæ þeirra í Bæjaralandi. Öll höfðu þau verið myrt, og það sem vakti hvað mestan óhug var að morðinginn virtist hafa setið um fjölskylduna, legið í leyni á bænum og jafnvel dvalist þar eftir að morðin voru framin.
11/18/20190
Episode Artwork

8. Hvarf Michaels Rockefellers

Árið 1961 hvarf ungur Bandaríkjamaður sportlaust langt inni í regnskógi Nýju Gíneu, á yfirráðasvæði herskárrar frumbyggjaþjóðar sem fáir Vesturlandabúar höfðu heimsótt áður. Ungi maðurinn hét Michael Rockefeller og var sonur ríkisstjóra New York og verðandi varaforseta Bandaríkjanna, og langafabarn eins ríkasta manns sögunnar.
11/11/20190
Episode Artwork

7. Morðin við Bodom-vatn

Leðurblakan fjallar um eitt óhugnanlegasta morðmál í sögu Finnlands, sem aldrei hefur verið leyst þrátt fyrir áralanga rannsókn. Ókunnur maður réðst þá á fjóra unglinga sem sváfu í tjaldi við Bodom-vatn, friðsælt stöðuvatn í nágrenni Helsinkis, snemma á sjöunda áratuginum. Þrír unglingar voru myrtir en sá fjórði komst með naumindum lífs af.
11/4/20190
Episode Artwork

6. þáttur - Bókaþjófurinn í Stokkhólmi

Árið 2003 komst upp um ótrúlegan bókaþjófnað frá Konunglega-bókasafninu í Stokkhólmi. En atburðarásinni var ekki lokið þar, því fyrst átti eftir að verða dauðsfall.
10/28/20190
Episode Artwork

5. þáttur - Draugaskipið Mary Celeste

Í þessum þætti Leðurblökunnar siglum við með mannlausa draugaskipinu Mary Celeste frá New York að Ítalíu
10/21/20190
Episode Artwork

4. þáttur - Líkið á ströndinni

Leðurblakan flýgur að ströndu Ástralíu en þar fannst lík. Við sögu kemur persnesk ljóðabók og ferðataska í hólfi á lestarstöð.
10/14/20190
Episode Artwork

3. þáttur - Leyndarmál Glamis-kastala

Leðurblakan í dag flýgur um dimma ganga Glamis-kastala í Skotlandi en margir trúa að kastalinn búi yfir hræðilegum leyndardómum
10/7/20190
Episode Artwork

2. þáttur - Morðið á Mary Rogers

Í þessum þætti Leðurblökunnar fjallar Vera Illugadóttir um morðið á Mary Rogers í New York en það hefur verið óupplýst í ríflega 170 ár.
9/30/20190
Episode Artwork

1. þáttur - Talnastöðvar

Í afkimum stuttbylgju útvarpsins má stundum heyra upplestur einkennilegra talnaruna á hinum ýmsu tungumálum. Stöðvarnar sem útvarpa rununum eru kallaðar talnastöðvar og enginn veit í raun og veru hver útvarpar þeim eða hvaðan. Mjög sennilegar kenningar eru þó á lofti um tilgang þeirra.
9/23/20190