Winamp Logo
Athafnafólk Cover
Athafnafólk Profile

Athafnafólk

Icelandic, Finance, 4 seasons, 66 episodes, 3 days, 11 hours, 35 minutes
About
Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við fólk sem hefur náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. 
Episode Artwork

66. Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly (Tix.is)

Viðmælandi þáttarins Sindri Már Finnbogason, sem er sjálflærður forritari, en hann byrjaði að forrita á Sinclair Spectrum aðeins 7 ára gamall. Hann kláraði ekki framhaldsskóla heldur fór að vinna sem forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Innn sem þróaði vefumsjónarkerfið LiSA. Árið 2003 stofnaði hann Miði.is sem seldi miða á alla viðburði á Íslandi í mörg ár en Miði.is keypti svo miðasölufyrirtækið Billetlugen í byrjun árs 2008 og flutti Sindri til Kaupmannahafnar og var þar í fimm ár þangað til hann tók sér ársfrí frá miðasölubransanum og stofnaði svo Tix.is, árið 2014, sem sérhæfir sig í miðasölulausnum fyrir viðburðarhaldara á borð við menningar- og viðburðarhús. Tix varð svo að Tixly og í dag starfa rúmlega 50 manns hjá fyrirtækinu og er miðasölukerfi Tixly komið í notkun í 14 löndum og með skrifstofur í 9 löndum. Þátturinn er í boði Indó og Skaga.
7/1/20241 hour, 54 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

65. Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga hf.

Viðmælandi þáttarins er Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Hann er fæddur árið 1979 í Reykjavík og er ættaður úr Dölunum á Vesturlandi en ólst upp í Seljahverfinu í Reykjavík. Haraldur gekk í Menntaskóla Reykjavíkur og þaðan lá leiðin í Háskólann í Reykjavík þar sem hann lauk BS prófi í viðskiptafræði. Hann lauk svo MBA-gráðu frá IESE Business School og jafnframt prófi í verðbréfaviðskiptum.  Haraldur hefur langa reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hann er einn af þremur stofnendum Fossa fjárfestingarbanka og var jafnframt forstjóri bankans árin 2015 til 2023. Á árunum 2011 til 2015 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Straums fjárfestingarbanka hf. og átti jafnframt sæti í framkvæmdastjórn bankans á sama tímabili. Á árunum 2007 til 2010 starfaði hann sem framkvæmdastjóri fjárstýringar Exista hf. og var forstöðumaður fjármögnunar hjá sama félagi. Þessi þáttur er í boði Indó, Skaga og Taktikal.
6/18/20241 hour, 43 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

64. Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca Cola á Íslandi

Viðmælandi þáttarins er Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (CCEP). CCEP er leiðandi fyrirtæki í neytendavöru á heimsvísu og er með starfsemi í 30 löndum í Evrópu, Asíu og Eyjaálfu. Starfsmenn fyritækisins eru 45 þúsund og þjónar fyrirtækið yfir 600 milljón neytendum. Anna Regína er fædd árið 1982 og er alin upp í Kópavogi. Hún gekk í Menntaskólann í Kópavogi og kláraði BS próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf frá DTU í Kaupmannahöfn. Fyrstu árin eftir útskrift vann Anna við arðsemisgreiningar, kostnaðargreiningar og verkefnastjórn í erlendum jarðvarmaverkefnum. Frá árinu 2012 hefur Anna Regína unnið hjá Coca-Cola á Íslandi í hinum ýmsu störfum, m.a. forstöðumaður hagdeildar, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og framkvæmdastjóri sölusviðs áður en hún tók við sem forstjóri félagsins árið 2023. Þessi þáttur er kostaður af Skaga, Indó og Taktikal.
6/12/20241 hour, 3 minutes, 3 seconds